Ólafsgeisli 105, Reykjavík
EIGN Í SÉRFLOKKI. Sérlega fallegt vandað og vel um gengið 233,7 fm fjölskylduhús, einbýlishús með tveim góðum íbúðum, þriggja herbergja íbúð og bílskúr á jarðhæð og góðri fjögurra herbergja íbúð með stórum stofum uppi. Þriggja herbergja Íbúðin niðri er í útleigu. Húsið er einangrað og steinað að utan og með vönduðum álþakköntum.
Neðri hæð: Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og góðum skápum. Steyptur stigi, með steinteppi er þaðan upp á efri hæð.
Uppi er óvenju mikil lofthæð. Komið er upp á gang með parketi á gólfi. Hjónaherbergi er með parketi á gólfi og inn af því er fataherbergi með parketi. Glæsilegt baðherbergi með flísum á gólfi, gluggum, upphengdu salerni, innréttingu, aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara sturtuklefa og baðkari. Bjart herbergi með parketi á gólfi og gluggum á tvo vegu. Herbergi með parketi á gólfi. Stór björt stofa, borðstofa og opið eldhús með parketi á gólfi, gluggum á þrjá vegu, mikilli lofthæð, arni og fallegri eikarinnréttingu með granítborðplötum. Út frá stofu eru stórar suður og vestur svalir.
Íbúðin niðri: Sérinngangur. Komið er inn í forstofu og þvottahús með flísum á gólfi og rúmgóðum skápum. Baðherbergi með flísum á gólfi, glugga, sturtuklefa, innréttingu og skáp. Björt stofa og eldhús með parketi á gólfi, fallegri innréttingu og gluggum á tvo vegu. Inn af stofunni er bjart herbergi með parketi á gólfi, skápum, gluggum á tvo vegu og hurð út í garð. Stór hellulögð sólverönd er þar fyrir utan með skjólveggjum. Herbergi með parketi á gólfi og skápum.
Niðri er líka bjartur 34,6 fm bílskúr með hillum og skápum.
Falleg graslaus lóð með hita í innkeyrslu að sögn seljanda.