Þverholt 1, Mosfellsbær


TegundAtvinnuhúsnæði Stærð706.90 m2 Herbergi 4Baðherbergi Sérinngangur

     LAUS STRAX, LYKLAR Á SKRIFSTOFUNNI. Þverholt 1 Morfellsbæ er 706,9 fm verslunar- og þjónustuhúsnæði sem skiptist í 372,4 fm mjög gott og bjart verslunar- og þjónustuhúsnæði á 1. hæð, 85,1 fm gluggalaust geymsluhúsnæði í kjallara og 249,4 fm skrifstofuhúsnæði á efri hæð. Lóðin er 2.515 fm frágengin viðskipta- og þjónustulóð með góðum bílastæðum. Eignin er staðsett í hjarta Mosfellsbæjar. Eignin hefur verið töluvert mikið endurnýjuð á undanförnum árum. Í þessu húsnæði var áður útibú Arion banka í Mosfellsbæ. 
     Nánari lýsing Á jarðhæð er bjartur salur með gluggum á tvo vegu, steinteppi og parketi á gólfi. Léttir gegnsæir milliveggir með fólíu hólfa af starfsstöðvar. Á hæðinni eru líka tvær endurnýjaðar snyrtingar, ræstingarkompa og geymslur.  Í kjallara er gluggalaus geymslusalur, tölvuherbergi og geymsla. Á efri hæð er 249,4 fm bjart skrifstofuhúsnæði með dúk á gólfi, eldhúsaðstaða og vær snyrtingar, ræstiaðstaða og geymsla.            
     Lóðin er ekki í samræmi við deiliskipulag. Heimilt er að byggja við eignina skv. ákvæðum deiliskipulags. 
     Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hina seldu eign í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og að kaupandi leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar. Kaupverð tekur mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún var í við nákvæma skoðun kaupanda og hann sættir sig við að öllu leyti. Allar nánari upplýsingar eru veittar á fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar í síma 511-1555 og 898-9791.  

í vinnslu