Gunnarsbraut 36, Reykjavík


TegundHæð Stærð124.80 m2 6Herbergi 2Baðherbergi Sameiginlegur

   LAUS STRAX, LYKLAR Á SKRIFSTOFUNNI. Á þessum frábæra stað. 124,8 fm efri hæð og ris. Eignin er innréttuð sem tvær íbúðir. Eignin þarfnast mikillar endurnýjunar og lagfæringa við. 
   Nánari lýsing: Sameiginlegur inngangur með neðri hæð. Komið er upp á stigapall með parketi á gólfi. Gangur með plastparketi á gólfi. Eldhús með glugga, plastparketi á gólfi og nettum borðkrók. Baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, baðkari, glugga og skáp.  Stofa með plastparketi á gólfi og gluggum á tvo vegu. Herbergi / stofa með plastparketi á gólfi og gluggum á tvo vegu. Herbergi með teppi á gólfi, skápum og hurð út á austursvalir. 
   Af stigapallinum er stigi upp í ris. Þar getur verið nett séríbúð. Komið er upp á stigapall með flísum og teppi á gólfi og þakglugga. Nett snyrting mikið undir súð með flísum á gólfi og glugga. Nett eldhús með parketi á gólfi og glugga. Stofa, nokkuð undir súð með plastparketi á gólfi og gluggum á tvo vegu. Herbergi undir súð með plastparketi á gólfi. Herbergi undir súð með plastparketi á gólfi og inn af því er geymsla/herbergi með dúk á gólfi. Eigninni fylgir aðstaða í kjallara þar sem er hitainntak hússins. 
   Eignin þarfnast verulegrar endurnýjunar og lagfæringar við. 
   Athugasemdir seljanda. Það lekur inn í eldhús í risíbúðinni frá kvisti.        
   Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hina seldu eign í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og að kaupandi leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar. Kaupverð tekur mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún var í við nákvæma skoðun kaupanda og hann sættir sig við að öllu leyti.
  
 

í vinnslu