Grænamýri , Mosfellsbær


TegundRaðhús Stærð177.10 m2 4Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

   LAUST STRAX, LYKLAR Á SKRIFSTOFUNNI. Mjög gott 177,1 fm endaraðhús, innsta hús í lokaðri húsagötu. Íbúðarhlutinn er 143,8 fm og bílskúrinn 33,3 fm að meðtalinni geymslu. Óvenju góð lofthæð er í eigninni, um 3 m í svefnherbergisálmu og 3,5 - 4,1 m í stofu og gefur það henni afar skemmtilegt yfirbragð. 
   Nánari lýsing. Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og skápum. Inn af forstofunni er gestasnyrting með glugga, flísum á gólfi, upphengdu salerni og innréttingu. Úr forstofunni er gengið inn í þvottahús með glugga, innréttingu, flísum á gólfi og hurð út. Inn af þvottahúsinu er góður 33,3 fm bílskúr með flísum á gólfi, gluggum og mikilli innréttingu og hurðaropnara. Inn af bílskúrnum er geymsla með flísum á gólfi og lausum hillum.
  Úr forstofunni er gengið inn í hol með parketi á gólfi. Sjónvarpsstofa með parketi á gólfi og hillum. Baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, glugga, upphendu salerni, innréttingu, baðkari og sturtuklefa. Hjónaherbergi með parketi á gólfi myrkvunargardínu og skápum. Úr hjónaherbergi er hurð út á timbursólverönd og þaðan er gengið út í garð. Tvö herbergi, bæði með parketi á gólfi og skápum. Stofa með parketi á gólfi. Milli stofu og svefnálmu er rennihurð. Úr stofunni er hurð út á timbursólveröndina. Borðstofa með parketi á gólfi. Milli borðstofu og hols er rennihurð. Opið fallegt eldhús með fallegri innréttingu, glugga, háf og vönduðum borðplötum. 
   Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hina seldu eign í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og að kaupandi leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar. Kaupverð tekur mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún var í við nákvæma skoðun kaupanda og hann sættir sig við að öllu leyti.
   Allar nánari upplýsingar eru veittar á Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar í síma 511-1555 og 898-9791.  
       

í vinnslu