Hrauntunga , Kópavogur


TegundRaðhús Stærð240.00 m2 8Herbergi 2Baðherbergi Sérinngangur

   
   EIGN Í ALGJÖRUM SÉRFLOKKI. - Sérlega glæsilegt mjög mikið endurnýjað og vandað ca 240 fm endaraðhús á tveim hæðum ( Sigvaldahús ) í suðurenda húsalengju. Eignin er með 5 svefnherbergjum, þrem stofum og tveim baðherbergjum. Glæsileg suður- og vesturlóð. Eignin fékk viðurkenningu Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs fyrir umhirðu húss og lóðar í ágúst 2019. Eignin er skráð 214,3 fm hjá Þjóðskrá, er í raun stærri, eða ca 240 fm alls. 
   Nánari lýsing, neðri hæð. Komið er inn á gang með flísum á gólfi og fataskápum með speglahurðum.  Bjart herbergi með parketi á gólfi og gluggum á tvo vegu. Rúmgott herbergi með parketi á gólfi skápum og áföstu skrifborði. Þvottahús með innréttingu, þar sem einnig er hitainntak hússins. Endurnýjuð gestasnyrting með flísum á gólfi og veggjum, glugga og sturtuklefa. Úr forstofunni er hurð inn í ca 30 fm bílskúr með sjálfvirkum hurðaropnara og gluggum. Niðri er líka tvöföld geymsla með flísum á gólfi að hluta.
   Af ganginum er flísalagður stigi upp á efri hæð. Inngreypt halogenlýsing er í loftum á stærsta hluta efri hæðar. Komið er upp í bjarta borðstofu og stofu með parketi á gólfi og gluggum á þrjá vegu. Úr stofunni er hurð út í ca 20 fm óskráða sólstofu með flísum á gólfi og hita í gólfi. Þaðan er gengið út á ca 30 fm suðursvalir. Eldhús er opið og endurnýjað með flísum á gólfi, glugga, borðkrók, gaseldavél, glæsilegri nýlegri innréttingu með flísum á milli skápa og borðs. Svefnherbergisgangur með parketi á gólfi. Tómstundaherbergi með skápum og parketi á gólfi. Fallegt endurnýjað baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, glugga, nuddbaðkari, handklæðaofni, innréttingu, skáp og upphengdu salerni. Hjónaherbergi er með parketi á gólfi og þaðan er hurð út í sólstofuna. Inn af hjónaherberginum er gott fataherbergi með parketi á gólfi. Inn af svefnherbergisganginum eru einnig tvö herbergi, bæði með parketi á gólfi.
   Lóð er glæsileg með lýsingu við innganginn.  Hiti er í stéttum við innganginn og í innkeyrslunni í bílskúrinn að sögn seljanda.  Allar nánari upplýsingar veitir Brynjólfur  Jónsson hagfr. og lögg. fasteignasali í síma 511-1555 og 898-9791. 

í vinnslu