Staðarsel 8, Reykjavík


TegundTví/Þrí/Fjórbýli Stærð323.40 m2 11Herbergi 5Baðherbergi Sérinngangur

   Gott leigudæmi. Um er að ræða 323,4 fm húseign. Eignin er á tveim hæðum. Eignin er 163,3 fm íbúð á efri hæð með þrem svefnherbergjum og tveim stofum og 45,6 fm bílskúr. Tveggja herbergja íbúð með sérinngangi frá norðurhlið hússins og íbúðastúdíó undir bílskúr. Tveggja herbergja íbúðin og íbúðastúdíóið eru skráð 114,5 fm. Húseignin er öll í útleigu. Ytra birgði hússins þarfnast endurnýjunar við samanber ástandsskoðun Fagmats dags. 7.11.2018.  
   Nánari lýsing efri hæð: 
   Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fatahengi Inn af forstofunni er gestasnyrting með glugga. Úr forstofunni er hurð út í bílskúr. Þar er búið að innrétta tvö svefnherbergi með parketi á gólfi, snyrtingu með flísum á gólfi, sturtu og upphengdu salerni og nett eldhús með flísum á gólfi og gluggum á tvo vegu. Úr forstofunni eru 5 tröppur upp á gang með parketi á gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, innréttingu, baðkari og glugga. Þrjú herbergi með parketi á gólfi. Stór björt stofa með parketi á gólfi, gluggum á tvo vegu og arni. Eldhús með flísum á gólfi, gluggum, borðkrók og dökkri innréttingu. Inn af eldhúsinu er gott þvottahús með glugga og innréttingu.Inn af eldhúsinu er herbergi með parketi á gólfi (var áður borðstofa hluti af stofu).   
   Nánari lýsing neðri hæð:  
   Á neðri hæð er ca 60 fm tveggja herbergja íbúð með inngangi á norðurhlið hússins. Þar er forstofa með dúk á gólfi og skáp. Baðherbergi með flísum á gólfi, sturtu og innréttingu. Eldhús með parketi á gólfi, nettri innréttingu og inn af því er geymsla og þvottahús. Stofa með parketi á gólfi. Herbergi með dúk á gólfi og miklum skápum.  
    Undir bískúr er nett stúdíoíbúð með sérinngangi, parketi á gólfi, nettri eldhússinnréttingu og snyrtingu með flísum á gólfi, sturtu og upphengdu salerni. Geymsluhúsnæði er við hliðina á stúdíóinu. 
   Allar nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Jónsson hagfr. og lögg. fasteignasali í síma 511-1555og 898-9791. 
   
              

í vinnslu