Sigtún 37, Reykjavík


TegundSérhæð Stærð168.10 m2 6Herbergi 2Baðherbergi Sérinngangur

    Sérlega góð og mjög mikið endurnýjuð 168,1 fm neðri sérhæð í þríbýlishúsi ásamt góðum 31,5 fm bílskúr á þessum frábæra stað. Hæðin er 136,6 fm með fjórum svefnherbergjum og tveim stofum og bílskúrinn 31,5 fm. Húsið var lagfært mikið að utan fyrir ca 5 árum. 
   Sérinngangur. Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og hol með parketi á gólfi og fatahengi. Bjart herbergi með gluggum á tvo vegu, parketi á gólfi og skáp. Borðstofa með parketi á gólfi. Björt stofa með parketi á gólfi, eldstæði og gluggum á tvo vegu. Út frá stofu eru suðvestursvalir. Gott hjónaherbergi með parketi á gólfi og skápum. Út frá hjónaherbergi eru morgunsvalir. Endurnýjað fallegt baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, glugga baðkari og innréttingu. Herbergi með parketi á gólfi og skápum. Fallegt endurnýjað bjart eldhús með gluggum á tvo vegu, flísum á gólfi, ljósri endurnýjaðri innréttingu með flísum á milli skápa og borðkrók. Parketið á hæðinni er vandað fallegt og lagt í fiskabein.
   Í kjallara er 13,4 fm herbergi/geymsla með parketi á gólfi, vaski og skáp. Í kjallaranum er nett snyrting undir stiganum sem tilheyrir íbúðinni. Í kjallaranum er sameiginlegt þvottahús og sameiginleg geymsla með efri hæðinni. Geymslan er undir útitröppunum. Eigninni fylgir góður 31,5 fm bílskúr með sjálfvirkum opnara. 
   Allar nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Jónsson hagfr. og lögg fasteignasali í síma 511-1555 og 898-9791.           

í vinnslu