Kvistavellir 44, Hafnarfjörður


TegundFjölbýlishús Stærð121.60 m2 4Herbergi 1Baðherbergi Sameiginlegur

    LAUS STRAX, lyklar á skrifstofunni. Mjög góð 121,6 fm fjögurra herbergja íbúð á annarri hæð í lyftuhúsi. 
    Nánari lýsing: Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og forstofuskápum. Inn af forstofunni er rúmgott þvottahús með vaskborði , glugga og flísum á gólfi. Björt stofa og borðstofa með plastparketi á gólfi og gluggum á tvo vegu. Út frá borðstofunni er hurð út á suðursvalir. Opið eldhús með dúk á gólfi, borðkrók með glugga og innréttingu með flísum á milli skápa. Gangur með plastparketi á gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, baðkari, innréttingu, sturtu og upphengdu salerni. Hjónaherbergi með plastparketi á gólfi og góðum skápum. Tvö herbergi með plastparketi á gólfi og skápum.
    Í kjallara er 8,8 fm sérgeymsla með glugga. nettum hillum nettu borði og lausum skáp. 
    Athygli er vakin á því að seljandi eignaðist eignina á uppboði og þekkir því ekki ástand hennar að öðru leyti en fram kemur í söluyfirliti sem er fylgiskjal með kauptilboði / kaupsamningi þessum og sem tilboðsgjafi staðfestir að hann hafi kynnt sér með undirritun. Seljandi getur ekki veitt frekari upplýsingar um ástand eignarinnar en hægt er að kynna sér við almenna skoðun og skv. söluyfirliti. Eignin selst í því ástandi sem hún er í og mun seljandi ekki gera neinar endurbætur á henni fyrir sölu. Væntanlegum kaupendum er því bent á að skoða eignina með það í huga. 

Athugasemdir seljanda
Rakaskemmdir á baðherbergi. Rakaskemmdir í vegg í eldhúsi.  Yfirfara þarf ofna og ofnalagnir,  neysluvatnslagnir og raflagnir.

 

í vinnslu