Skipholt 15, Reykjavík


TegundFjölbýlishús Stærð122.70 m2 5Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

    Sérlega falleg 122,7 fm fjögurra til fimm herbergja íbúð á þriðju og fjórðu hæð í lyftuhúsi sem var mjög mikið endurnýjað árið 2005. Húsið er klætt að utan á vandaðan hátt. Óvenju góð lofthæð er í íbúðinni, sérstaklega á efri hæð og gefur það eigninni skemmtilegt yfirbragð.   
   Nánari lýsing: Sérinngangur er af göngusvölum. Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fatahengi. Inn af forstofunni er þvottahús með glugga, innréttingu og flísum á gólfi. Innri forstofa með flísum á gólfi og fataskáp. Opið eldhús með glugga, borðkrók fallegri eikarinnréttingu og flísum á gólfi. Stofa og borðstofa með flísum á gólfi. Út frá borðstofu er hurð út á vestursvalir. Stofan er  teiknuð sem stofa og herbergi. Baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, baðkari, upphengdu salerni, innréttingu og handklæðaofni. Gólfflísarnar á neðri hæðinni eru náttúrusteinn. 
   Stigi upp á efri hæð. Uppi er gangur með parketi á gólfi og út frá honum er hurð út á stórar vestursvalir (ca 25 fm þaksvalir). Þaðan er mikið útsýni til suðurs, vesturs og norðurs yfir miðborgina og út á sjóinn. Þrjú svefnherbergi eru á efri hæð. Herbergi með parketi á gólfi og skápum. Opið herbergi með parketi á gólfi og stórum skápum og út frá því er hurð út á austursvalir. Hjónaherbergi með parketi á gólfi. Parketið á efri hæðinni er allt hvíttað eikarparketparket. 
    Í kjallara er er 10,7 fm sérgeymsla með hillum. Í sameign er sameiginleg hjóla-og vagnageymsla ásamt sameiginlegri dekkjageymslu. Eigninni fylgir bílastæði merkt B-12 í eignaskiptasamningi.               

í vinnslu