Verðskrá

Verðskrá þessi gildir fyrir FBJ, Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar nema um annað hafi verið samið. 

SÖLULAUN FASTEIGNA miðað við að eigandi sýni sjálfur eignina:
Sölulaun fasteigna í einkasölu eru á bilinu 0,95%  til 1,95% eftir stærð fasteigna.
Lámarkssölulaun eru kr. 200.000 auk VSK og gagnaöflunar, eða alls kr. 267.900. 

Önnur gjöld greiðir seljandi ekki nema um það sé sérstaklega samið.  
Seljandi greiðir ekkert fyrr en eignin er seld.
Seljandi greiðir ekkert ef eignin selst ekki       

Allar auglýsingar á internetinu eru fríar. Auglýsum á mbl.is/fasteignir fasteignir.is og á heimasíðu fbj.is.
Innheimtum ekki skoðunargjald vegna eigna sem teknar eru til sölumeðferðar. 
Engin aukaþóknun er tekin fyrir frágang og vinnu við umboð eða veðleyfi. 
Engin aukaþóknun er tekin fyrir að annast uppgreiðslu veðskulda. 
Engin aukaþóknun er tekin vegna ljósmyndunar. 
Engin aukaþóknun er tekin vegna netskráningar. 


UMSÝSLUKOSTNAÐUR KAUPANDA:

Umsýslukostnaður kaupanda er kr. 55.000 auk VSK eða alls Kr. 68.200.  

SKJALAFRÁGANGUR:

Skjalafrágangur seljanda er kr. 150.000 auk VSK eða alls kr. 186.000. Að auki greiðist kostnaður vegna gagnaöflunar kr. 19.900. Með skjalafrágangi er átt við að fasteignasalan annist frágang kaupsamnings, afsals og annarra skjala sem þörf er á, enda liggi fyrir samkomulag milli kaupanda og seljanda um verð, greiðslukjör, fjármögnun og afhendingu fasteignarinnar. 

VERÐMAT FASTEIGNA:

Kostnaður við verðmat, sem framkvæmt er sérstaklega fyrir fjármálastofnanir, er: 

Kr. 25.000 auk VSK eða alls Kr. 31.000 fyrir íbúðarhúsnæði,
Kr. 30.000 auk VSK eða alls Kr. 37.200 atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði stærra en 200 fm.  
Kr. 40.000 auk VSK eða alls kr. 49.600 fyrir húsnæði stærra en 500 fm. 

LEIGUMIÐLUN:

Þóknun fyrir leigumiðlun samsvarar mánaðarleigu auk VSK. 


 

Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar ehf. - kt. 480986-1489 - Síðumúla 21 ,108 Reykjavík - Sími: 511-1555 - Vsk.nr: 11786 - fbj@fbj.is